4.11.2009 | 20:01
Ofstækisfullt einelti.
Aldrei hef ég lesið eins ofstækisfullt einelti og á síðu Tinnu Gunnarsdóttir gegn einni manneskju, þar virðist samankomin sori íslenskra bloggara sem fara þvílíkum hamförum á síðunni að það jaðrar við geðbilun. Ég skora á umsjónamenn mbl. bloggsins að skoða þessi skrif og loka svona síðum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Trúmál og siðferði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hefurðu eitthvað kynnt þér hvað málið snýst um?
Svo er bara fyndið að þú kýst að nota orð eins og 'ofstækisfullt', 'sori' og 'geðbilun' þegar þú ert að kvarta yfir öðrum.
Á ég núna að senda Árna Matt póst og heimta að blogginu þínu verði lokað af því að þú kallar mig ofstækisfullan, sora og geðbilaðan? Þar sem ég er einn af þeim fjölmörgu sem Guðrún ásakar um útbreiðslu dópáróðurs og hef skrifað athugasemdur þar af lútandi hjá Tinnu.
Annars skora ég á þig að finna þér annað lið til að halda með, jafntefli gegn Lyon?
Arnar, 5.11.2009 kl. 12:04
Ég skora á þig sorafulli dóphaus að senda Árna Matt póst, ætli hann mundi ekki loka þínu bloggi en ekki mínu. Svo ætla ég að láta þig vita að ég er engin mella þó að mínum mönnum gangi ekki alltaf vel.
Kjartan Birgisson, 5.11.2009 kl. 19:30
Ah, ég sé að þú hefur ekki vilja til að ræða efni málefnalega. Það er gott að þeir lokuðu fyrir blogg við fréttina um ömmuna og afann á flóttanum, þarsem þú virðist bara hafa bloggað þar til að koma með afar veikt point til að styðja við þína eigin fordóma.
Leifur Finnbogason, 5.11.2009 kl. 21:44
Það er aldrei hægt að ræða þessi mál málefnalega þegar annar aðalinn er steiktur af kannabisneyslu.
Kjartan Birgisson, 5.11.2009 kl. 22:01
Hvaða heimildir hefurðu fyrir því að ég sé dóphaus?
Arnar, 6.11.2009 kl. 11:21
Það er ekki hægt að ræða mál málefnalega nema báðir aðilar komi með rök. Þú virðist ekki koma með rök heldur einbeitirðu þér að því að útmála andstæðinginn sem vitleysing og draga þannig úr sannleiksgildi hans.
Núna skulum við skoða þetta aðeins nánar. Ég kom með rök hér á annarri færslu. Þú sagðir mér að þegja. Þú neitar að ræða hluti málefnalega því þú segir að okkar "málstaður" sé ekki málefni heldur áróður.
Hvernig er best dregið úr áróðri? Jú, einmitt, með því að koma með rök sem sýna og sanna að hinn svokallaði áróður sé ekki sannleikur heldur bull. En til þess þarftu að sleppa því að hundsa það sem aðrir segja, lesa það og koma svo með góð og gild rök gegn því sem verið er að ræða. Þá ertu að ræða hluti málefnalega. Þú ert einmitt ekki að ræða hluti málefnalega ef þú hundsar allt sem hinn aðilinn segir og ákveður að uppnefna hann í staðinn til að reyna að draga úr trúverðugleika hans.
Skilurðu hvað ég er að segja? Ef þú ert á einhvern hátt ósammála því sem ég hef sagt segðu mér endilega hvers vegna. Ekki svara "þú ert steiktur", því það er ekki mótsvar, rök, né nokkuð. Það er í besta falli ærumeiðing. Geturðu yfirhöfuð komið með eitthvað annað en þetta? Ef svo er, gerðu svo vel, komdu með rök. Ef ekki, þá sýnir það að þú ert í raun bara fordómafullur.
Leifur Finnbogason, 6.11.2009 kl. 15:31
Ég verð víst að loka hér fyrir athugasemdirnar því að síðan mín er ekki ætluð undir dóparóður, en því miður er enginn friður hérna fyrir þessum hasshausum.
Kjartan Birgisson, 6.11.2009 kl. 23:20
Ef að dópið gerir menn svona óviðræðuhæfa. af hverju kemur þá meirihluti svívirðinganna frá andstæðingum dópsins?
Dæmi: Ég fann ekkert móðgandi frá Leifi og Arnari á meðan þú segir: "ofstækisfullt einelti", "sori", "fara þvílíkum hamförum...að það jaðrar við geðbilun", "sorafulli dóphaus", "steiktur", "enginn friður hérna fyrir þessum hasshausum".
Ef þú lokar núna er að eingöngu vegna þess að þú ert búinn að tapa þessari umræðu.
Og ef það er eitthvað til í orðum þínum um skerta heilastarfsemi andstæðinga þinna, hvað segir það þá um þig ef þú hefur ekki roð við útúrsteiktum og hálfgeðbiluðum vitleysingum?
Einar Jón, 8.11.2009 kl. 10:38
Afskaplega er þetta sorglegt og ljótt blogg. Ekki höfundinum til sóma...
Sigurjón, 14.11.2009 kl. 07:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.