Uppbygging Liverpool í hættu?

Hingað til hefur Ferguson ekki viljað að selja sína leikmenn til annarra breska liða, til þess eins að þau nái ekki að styrkja sig og veiti United keppni. Kallinn er klókur og hefur sýnt það með frábærum kaupum á leikmönnum í gegnum tíðina. Nú er kallinn orðinn hræddur og farinn að grafa undan helstu keppinautunum eins og Liverpool.
mbl.is United sagt íhuga tilboð í Torres
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mundi nú ekki segja hræddur heldur bara ennþá klókur. Torres er einn af albestu strikerum heimsins og sá besti á Englandi. Þetta veit Ferguson og hann veit líka að Benítez verður að selja leikmenn til að kaupa. Ég held líka að Ferguson viti alveg að hann fái ekkrt Torres en hann er bara hrista aðeins upp í Benítez sem hefur reynt það sama, eins og þegar hann bauð í Heinze og sagðist vilja Teves. Nú fer Benítez á taugum en greyið hefur hagað sér eins og barn í fullorðinsleik í vetur án þess að hafa nokkuð upp úr því.

Ingó (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 10:58

2 Smámynd: Hróðvar Sören

Alveg merkilegt að þessi frétt sé komin út um allt, einhver "blaðamaður" skrifar skáldsögu eins og tíðkast hjá mörgum slökum vefsíðum og bloggum sem hægt er að sjá samansafn af á newsnow.co.uk ef "all sources" er valið á viðeigandi stað. Skýr skilaboð til blaðamanna, geta skáldað í líkingu við það rusl og fengið alla þá athygli sem þeir vilja.

Finnst það líka frábært að Ingó éti þetta í morgunmat eins og ekkert sé. Auk þess sem hann tekur sig til og fer að skálda að Rafa hafi sagst vilja Tevez. Áhugi Rafa á Heinze var hinsvegar raunverulegur. Kemur þá ekki heldur á óvart þegar þú segir að Rafa hafi hagað sér eins og barn, enda allt gjörsamlega öfugsnúið í þínu commenti. Það sem var barnalegt og hlægilegt voru hopp og læti Ferguson á hliðarlínunni. Tala nú ekki um svakalega samsæri hans og Fat Sam til að koma óorði á Rafa, það var svo barnalegt og hlægilegt að ég hélt að þetta væri einhver brandari þegar ég heyrði af því fyrst.

Hróðvar Sören, 14.6.2009 kl. 11:21

3 identicon

HEHE þessi morgunfrétt er að fara eitthvað illa niður hjá Hróðvari, var þetta erfið nótt? Það hafa kannski bara verið þessi barnalegu og hlægilegu hopp og læti Ferguson á hliðarlínunni sem þú talar um sem komu öllum þessum titlum í hús. 5 titlar á 2 árum er nú nokkuð gott ekki satt og það eina sem Liverpool hefur eftir þetta er geðstyrður Benitez sem gerði allt til að taka Ferguson á taugum.En Ferguson bara hló af litla kleinuhringnum í Evertonborg þar sem hann reif í sitt litla hár afmyndaður af heift og öfund.

Ingó (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 11:49

4 Smámynd: Hróðvar Sören

Nei, gott lið kom titlunum í hús. Hoppin og lætin eru barnaleg og hlægileg þrátt fyrir það. Það sem gerir þó algjörlega útslagið er taugaveikluð og misheppnuð tilraun Ferguson að koma óorði á Rafa. Þegar upp komst um það sá Rafa sér ekki einu sinni fært að mæta á næsta blaðamannafun, hugsanlega vegna hláturs (þó ekki staðfest). Líkt og Ferguson reyniru að ljúga einhverju upp á Rafa. Nú eru það hárarífingar, heift og öfund.

Hróðvar Sören, 14.6.2009 kl. 13:03

5 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

40 milljónir, he he þeir geta byrjað á 85 milljónum punda.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 14.6.2009 kl. 13:36

6 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Hróðvar, er ekki Ferguson einn besti knattspyrnustjóri allra tíma, maðurinn hefur náð ótrúlegum árangri með Man u, hann þarf hvorki að sýna heift eða öfund út í vindbelg eins og Rafa. Það að fullyrða að Ferguson sé annað en einn sá albesti í boltanum er að tala út um rassgatið á sér.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 14.6.2009 kl. 14:48

7 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ef þetta er allt stjórunum að þakka, hvað eru þá lið að selja og kaupa leikmenn? Er ekki nóg að skipta um hoppandi gamalmenni á hliðarlínunni til að titlarnir komi?

Páll Geir Bjarnason, 14.6.2009 kl. 15:11

8 identicon

Er greyjið hann Ferguson alveg að fara yfir um? Nýbúinn að selja CR fyrir metfé og heldur síðan að hann fái TORRES fyrir slikk. Nei ég  held að gamli sveppurinn sé orðinn veruleikafirrtur á öllu bullinu í geldúkkunum í manu.  CR er nú laus undan Fergie og farinn að njóta lífsins á meðal hinna stjarnanna í Hollywood. Framtíð hans er björt og hann nýtur hverrar sékúndu með bleikt höfuðfat, uppreimuðum leðurstígvélum í faðmi PARISAR HILTON.  Þetta getur ekki batnað.

Sveinninn (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 15:25

9 identicon

Það sést alla leið til spánar hversu lítið Hróðvar veit um knattspyrnu og því ekki þess virði að tala fyrir hann vitinu... komdu aftur þegar þú færð hár á punginn.

takk takk

Sindri (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kjartan Birgisson
Kjartan Birgisson
Kjaftur berst af fullum krafti gegn landráðamönnum og föðurlandssvikurum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband