9.4.2009 | 10:48
Skrítinn bissnes
Sem ungum manni var mér kennt að leggja fyrir þegar vel gekk. Nú barma bílaumboðin sér yfir því hvað illa gengur í sölu nýrra bíla. Í nær fimm ár hafa bílaumboðin sett sölumet á hverju ári og nánast fengið alla bílana staðgreidda í gegnum fjármögnunar aðila bankana. Hvernig stendur á þessari slæmu stöðu bílaumboðana?
Alger ládeyða í sölu nýrra bíla eftir að bankar hrundu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 10:50 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ókosturinn við umræðu hér á landi er að staðreyndir eru oft ekki hafðar í hávegum. Það eru nokkar staðreyndir sem hafa skolast til í þessari bloggfærslu hjá þér og geri ég hér með tilraun til að bæta úr því.
Í fyrsta lagi barma ekki öll bílaumboðin sér þó einhverjir gætu haldið því fram að athugasemdir við vaxtastefnu Seðlabanka væri dæmi um börmun.
í öðru lagi þá eru ekki allir bílar staðgreiddir þó fjármögnun komi frá fjármögnunarfélögum því nánast allir nýir bílar eru seldir þannig að notaður bíll er tekinn uppí. Það getur jafnvel verið yfir helmingur kaupverðs.
Í þriðja lagi þá fer aðeins brot kaupverðs bíls til bílaumboðsins því eins og flestir ættu að vita þá eru álögur ríkisins á bíla með því mesta sem þekksist á byggðu bóli. Því er það aðallega ríkissjóður sem fitnar af mikilli bílasölu.
Í fjórða lagi þá getur nánast ekkert fyrirtæki undirbúið sig fyrir að lenda í 95% samdrætti í sölu. Ég er ekki viss um að allir séu að átta sig á þessum gríðarlega samdrætti. Það þýðir að aðeins selst 5% af því sem áður seldist. Skiptir þá í raun engu máli hvað maður seldir mikið fyrir 5 árum, þremur eða einu.
Í Evrópu og USA fer hvert bílaumboðið á fætur öðru á hausinn enda samdrátturinn á mörgum mörkuðum þar um 40-50% en þó helmingi minni samdráttur en hér heima. Samdrátturinn hér hefur varað í 13 mánuði en aðeins í 6 mánuði í USA og Evrópu. Það má því miklu frekar segja að það sé kraftaverk hvað menn ná að þrauka lengi með bílaumboðin hér á landi miðað við hvað er að gerast í kringum okkur.
Líklega er það vegna þess einmitt að margir í bransanum lögðu fyrir og höfðu borð fyrir báru þó enginn hafi getað sé þau ósköp fyrir sem á okkur dundi.
Með kveðju
Egill
Egill Jóhannsson, 9.4.2009 kl. 11:08
Þakka þér fyrir þessar ábendingar Egill fyrrverandi nágranni úr Hraunbæ. Ég veit að Brimborg er vel rekið fyrirtæki en það er ekki hægt að segja það um öll bílaumboðin. Er það rétt að á þessum árum hafi framlegð á hverjum seldum bíl farið úr 15% í 40% ?
Kjartan Birgisson, 9.4.2009 kl. 11:58
Svo kepptust þessi bílaumboð við að fara í ofurfjárfestingar við að reisa sér hallir í stað þess að greiða skatta og safna í sjóði!
Guðrún Sæmundsdóttir, 9.4.2009 kl. 13:56
Ég átta mig reyndar ekki alveg á hvaða hallir umboðin hafa verið að reisa sér, mér hefur nú frekar sýnst þau vera frekar varfærin í byggingum síðustu ár. Ræsishúsið og atvinnutækjadeild Heklu er það eina sem kemur upp í hugann í fljótu bragði.
Jón (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 18:05
Já, Ræsir og Hekla, Stórar og miklar byggingar, en hvað skeði? Ræsir er farinn á hausinn og Hekla er orðin í eigu viðskiptabanka síns, s.s tæknilega á hausnum líka.
Helgi Jónsson, 9.4.2009 kl. 21:45
Einmitt en það er kannski ekki beint hægt að segja að umboðin hafi keppst við að fara í ofurfjárfestingar þrátt fyrir þessi tvö dæmi. Það eru dæmigerðar ýkjur sem því miður alltof oft notaðar í umræðunni um stöðuna í þjóðfélaginu. Hvaða hagsmunum það þjónar veit ég ekki. Betra að halda sig við staðreyndir og þá er umræðan á réttu plani.
Jón (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.