Fékk IBV lottóvinning?

Það eru skrítin fræði að byggja upp heilt knattspyrnulið með fimm erlendum leikmönnum á þessum tíma. Hafa þeir ekkert lært af fyrri mistökum, eru þeir ekki nýbúnir að rétta hallann á knattspyrnudeildinni?
mbl.is Þriðji Úgandamaðurinn til ÍBV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mella eða karmella.

Þetta er ekki hægt, ný búið að leyfa vændi á Íslandi og nú á að banna að kaupa vændi. Þarna er verið að kippa fótunum undan  greininni. Á hverju eiga vændiskonurnar að lifa á?
mbl.is Umræðu um stjórnskipunarlög hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spara meira.

Er ekki bara hægt að loka skurðstofunni alveg ef það er hægt að loka henni í sex vikur. Þá nærst meiri sparnaður.
mbl.is Skurðstofulokun ákveðin í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður íslenska vatnið selt?

Hvernig er það með auðlindir í einkaeign? Eru einhverjar reglur eða lög sem ná yfir auðlindir í einkaeign? Það er til umhugsunar að það sé hægt, að íslenskir og erlendir auðkýfingar geta keypt vatnslindir hér á landi. Nýlegt dæmi um það, að íslenskur auðmaður keypt land með vatnslindum á og hóf framleiðslu og útflutning á íslensku drykkjarvatni. Nýlega fór fram alþjóðleg ráðstefna um drykkjar vatn í heiminum og þar var varað við að vatnslindirnar lendi ekki í hendurnar á auðmönnum og alþjóðlegum auðhringum. Er þetta ekki eitthvað til að hugsa um?
mbl.is Ekki megi selja auðlindir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ævintýri um Bó

Ég hélt að nú ætti loksins að fara skrifa bók um Bó Halldórsson í tilefni dagsins þar sem hann á afmæli í dag en ekki um hundinn Bo. Er kannski búið að skrifa bók um Bó okkar?
mbl.is Gerð verður bók um Bo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ríkuleg uppskera"

Nú verður allt talið, líka atkvæðin sem fundust í fangaklefanum í Borgarnesi. Þetta er skrítin tilfinning að hér komi eftirlitsmenn til að fylgjast með kosningunum hér á landi. Ég hef alltaf haldið að væru þjóðir sem virtu ekki lýðræði og mannréttindi sem fengju svona heimsóknir. Er ástandið virkilega orðið svona slæmt hér á landi að það þurfi 10 sérfræðinga til að fylgjast með framkvæmd kosninganna.
mbl.is Kosningaeftirlitsmenn ÖSE hafa tekið til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að frétta af Paris Hilton

Nú eru liðnir fjórir dagar frá því að MBL birti síðast frétt af Paris Hilton þar sem hún var farin að plana sumarbrúðkaup í ágúst. MBL er ekki að standa sig núna, ég hef getað lesið fréttir af henni nánast daglega í nokkur ár. Þessi stúlka sem hefur gefið okkur svo mikið á betra skilið en þetta. Og í morgunn þurfti ég að fá fréttir af Lhoan í Fréttablaðinu að hún væri búin að jafna sig eftir erfiðan skilnað með því að fá sér gott tattú. Gott ráð fyrir fólk í ástarsorg og atvinnuskapandi.

Engin kreppa

Það er ekki kreppa hjá Mel Gibson ef það kostar hann 60 miljarða að skipta um konu. Það er eins gott að hann var ekki búinn að færa allar eignirnar á konuna eins og sumir hafa gert hér á Íslandi.
mbl.is Skilnaðurinn gæti kostað Gibson 60 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sértrúarsöfnuðurinn Samfylkingin

Samkvæmt nýustu skoðunarkönnunum virðast íslendingar vera farnir að sjá hvaða vitleysa þetta er að ganga í ESB, og flestir íslendingar vilja ekki vera stimplaðir landráðmenn og föðurlandssvikarar. Segjum NEI við ESB og Samfylkingunni.
mbl.is Segir Samfylkinguna að einangrast í ESB-umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Auðjöfrar" ha ha ha.

Auðjöfrar eru menn sem eiga auð en ekki menn sem eru skráðir fyrir eignum sem eru veðsettar upp í topp og gott betur. Köllum þá bara réttum nöfnum eins og óreiðumenn, þjófa og siðblinda fíkla.
mbl.is Auðjöfrar landsins sjást ekki á götum Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Kjartan Birgisson
Kjartan Birgisson
Kjaftur berst af fullum krafti gegn landráðamönnum og föðurlandssvikurum.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband